Benedikt Sigurðsson nýr umsjónamaður kynningarmála

Deila:

Benedikt Sigurðsson hefur verið ráðinn umsjónamaður kynningarmála hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS. Hann mun bera ábyrgð á upplýsinga-, kynningar- og samskiptamálum SFS á innlendum og erlendum vettvangi.

Benedikt Sigurðsson

Benedikt hefur undanfarin ár verið aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar. Fyrst sem aðstoðarmaður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, svo forsætisráðherra og að lokum sem aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins. Þar áður var hann sviðsstjóri ytri- og innri samskipta Actavis á Íslandi og sat einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Lengst af starfaði hann sem fréttmaður á fréttastofu RÚV. Benedikt kemur til starfa hjá SFS um miðjan mánuð.

 

Deila: