Aðalfundur LS haldinn í vikunni

Deila:

Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli næstkomandi fimmtu- og föstudag. Axel Helgason formaður LS setur fundinn klukkan 13.00 á fimmtudag.

Að því loknu flytur framkvæmdastjóri LS, Örn Pálsson, skýrslu sína. Þá ávarpar sjávarútvegsráðherra Kristján Þór Júlíusson fundinn. Eftir það taka við nefndarstörf.
Á föstudeginum verður fundi framhaldið klukkan 09.00 er Örn Pálsson kynnir ársreikning félagsins. Þá kynna formenn nefnda nefndarálit og verða þau rædd og afgreidd. Þá kemur að kjöri stjórnar og félagslegra skoðunarmanna og loks kjöri formanns.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: