30% aukning á útflutningi sjávarafurða
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 34,2 milljörðum króna hærri en á sama tímabili árið áður, eða 22,8% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 54,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 16,2% hærra en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 39,1% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 32,9% hærra en á sama tíma árið áður. Aukning var í öllum undirliðum sjávarútvegs en mestu munar um aukningu í frystum flökum og ferskum fiski.
Verðmæti útfluttra sjávarafurða í apríl var 17,7 milljarðar króna, sem rétt tæpum milljarðar meira en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins var verðmætið ríflega 72 milljarðar, sem er um 18 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra.