Heimildir til eins, þriggja og átta ára boðnar upp
Færeyska sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út fyrirkomulag lokaðra uppboða á veiðiheimildum á þessu ári. Fyrstu uppboðin verða 6. og 13. júní og er þar farið eftir auglýsingu þar um. Eina breytingin frá fyrirkomulagi síðasta árs er að nú eru í boði réttindi til eins, þriggja og átta ára.
Þann 6. júní verða seldar heimildir til veiða á 18.169 tonnum af kolmunna innan þessa árs. Þá verða boðin upp réttindi til þriggja ára til veiða á 7.000 tonnum af kolmunna og loks réttindi til átta ára til veiða á 14.000 tonnum á kolmunna.
Síðasti frestur til að leggja fram tilboð er á hádegi sjötta júní.
Þann þrettánda júní verða eftirtaldar heimildir boðnar upp:
Botnfiskur innan lögsögu Noregs til eins árs, 874 tonn.
Botnfiskur innan lögsögu Rússlands til eins árs, 2.655 tonn.
Botnfiskur við Svalbarða til eins árs, 336 tonn
Botnfiskur innan lögsögu Rússlands réttindi til þriggja ára, 227 tonn.
Botnfiskur innan lögsögu Noregs, réttindi til átta ára, 224 tonn
Botnfiskur innan lögsögu Rússlands, réttindi til átta ára, 453 tonn.
Einstaklingar eða félög sem ætla að bjóða í veiðiréttindin skulu skila í síðasta lagi þremur við fyrir uppboð vottaðri yfirlýsingu þess efnis að þau uppfylli tiltekna þætti laga um fiskveiðar
Næst verður tilkynnt fyrirkomulag uppboða á makríl og síld.