Ljós í myrkrinu

Deila:

Fátt bendir nú til þess að Alþingi leiðrétti fyrir þinglok veiðigjald hjá litlum og meðalstórum útgerðum.  Meirihluti atvinnuveganefndar hefur samþykkt til 2. Umræðu frumvarp um að lög um veiðigjald verði óbreytt að því undanskildu að þau gilda til áramóta í stað 1. september.

Með samþykkt frumvarpsins verður gildandi gjaldskrá óbreytta og engar breytingar verða á afsláttarprósentum.  Það vekur þó athygli að í nefndaráliti meirihlutans er samstaða um að við heildarendurskoðun veiðigjalda, sem fram á að fara í haust, sé brýnt að horfa til sérstaks þrepaskipts afsláttar sem skili sér fyrst og fremst til lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

 

Deila: