Niðurskurður boðaður í Barentshafi

Deila:

Alþjóða hafrannsóknaráðið, ICES, hefur lagt til að heildarafli af þorski í Barentshafi verði ekki meiri en 674.678 tonn í samræmi við veiðireglu Norðmanna og Rússa. Það er 13% minna en ráðgjöfin fyrir þetta ár og er samdrátturinn um 100.000 tonn miðað við kvóta þessa árs verði ráðleggingunni fylgt.

Samkvæmt samningum Íslands við Norðmenn og Rússa, ætti þess samdráttur, verði hann að veruleika, að lækka þorskveiðiheimildir íslenskra skipa í Barentshafi í sama hlutfalli eða um 13%. Heimildir okkar til þorskveiða þar eru nú um 6.000 tonn innan norsku lögsögunnar og 3.500 tonn innan þeirrar rússnesku, samtals 9.500 tonn. 13% samdráttur þýðir því lækkun þorskaflaheimilda um 1.235 tonn

ICES tekur þorskstofninn þó standa vel, veiðistjórnun sé ábyrg og veiðarnar sjálfbærar. Engu að síður sé stofninn af minnka og skýrist það af lakari nýliðun síðustu ári.

Norskir útgerðarmenn velta nú fyrir sér afleiðingum svo mikils niðurskurðar, sem mun bitna á sjávarútveginum sem heild. Audun Maråk, framkvæmdastjóri samtaka norskra útvegsmanna segir að fara verði vandlega yfir forsendur ráðgjafarinnar. Ekki sé sjálfgefið að ráðlegging ICES verði endanleg niðurstaða. Svigrúm sé til að finna lausnir svo niðurskurðurinn verði ekki svona mikið áfall.

Það er sameiginleg fiskveiðinefnd Noregs og Rússlands, sem á endanum tekur ákvörðun um heildarkvóta á þorski í Barentshafi og skiptingu hans.

Ýsa

Þá leggur ICES til að heildarafli í ýsu fari ekki fyrir 152.000 á næsta ár, en það er 25% niðurskurður frá kvóta þessa árs. Ýsustofninn er engu að síður talinn standa vel og veiðarnar séu sjálfbærar. Ráðið hefur varað við mikilli óvissu við stofnstærðarmat undanfarin ár eins og nú kemur í ljós minni hrygningarstofni

Ufsi

Ráðlagt er að afli af ufsa í Barentshafi verði ekki meiri en 149.550 tonn á næsta ári. Það er 13% lækkun á kvóta þessa árs. Stjórn veiða á ufsa er talin góð og veiðarnar sjálfbærar. Skýringin á lægri ráðgjöf nú er endurmats á stofninum á þessu ári og spáð er minnkandi stofni næstu þrjú árin.

 

Grálúða

ICES leggur nú til, eins og í fyrra, að veiði á grálúðu fari ekki yfir 23.000 tonn. Ráðið leggur svo til að engar beinar veiðar á karfa verði stundaðar árin 2019 til 2020 í varúðarskyni

Deila: