Umframaflakóngar í maí

Deila:

Strandveiðin er komið vel af stað sumarið 2018 og nú hafa tilkynningar um umframafla verið sendar út til útgerða. Í maí voru 240 bátar  í umframafla og lítur úr fyrir að álagningin muni hljóða upp á 5.312.651 krónu. Sú fjárhæð rennur þá í ríkissjóð.

Þess má geta að allur umframafli er ólögmætur sjávarafli en hann dregst engu að síður af 10.200 tonnum sem úthlutað var í strandveiðar sumarið 2018. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir bátana með mestan umframafla fyrir maímánuð.

Umframaflakóngar í maí

Strandveiðisjómenn hafa verið duglegir að nota kostinn að landa ufsanum til verkefnasjóðs. Landað var 87.125 kg en alls má landa 700.000 kg af ufsa í sjóðinn yfir sumartímann. Þá hefur 271 bátur nýtt sér þennan kost.

Deila: