Áhöfn Breka VE fékk hjartastuðtæki frá VÍS

Deila:

Fulltrúar VÍS komu færandi hendi um borð í Breka VE á dögunum og afhentu áhöfninni hjartastuðtæki að gjöf frá félaginu. Magnús Ríkarðsson skipstjóri tók við tækinu með þökkum.

Vinnslustöðin hefur markvisst unnið að því að auka öryggi sjómanna á flota sínum, meðal annars með forvarnaverkefnum þar sem Slysavarnaskóli sjómanna og VÍS komu við sögu og liðsinntu. Áhöfnum skipa var þá kynnt áhættumat og atvikaskráning með tilheyrandi leiðbeiningum um virkar forvarnir um borð.

Á myndinni eru Ottó Sigurðsson, forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu VÍS, Magnús Ríkarðsson skipstjóri og Bjarni Guðjónsson, viðskipta­stjóri í sjáv­ar­út­vegi hjá VÍS (Bjarni er auðvitað landsþekktur líka sem knattspyrnumaður, þjálfari og álitsgjafi um fótbolta í fjölmiðlum!).

Deila: