Frábært myndband
Samtök evrópskra sig- og björgunarmanna gerðu frábært myndband sem sýnir svipmyndir af sjósundi sigmanna með forseta Íslands, sameiginlegri æfingu við ytri höfn Reykjavíkur og sundkeppni, svo eitthvað sé nefnt. Allt var þetta liður í vel heppnaðri ráðstefnu sem sigmenn Landhelgisgæslunnar skipulögðu og haldin var hér á landi í síðasta mánuði.
Myndbandið má sjá hér: https://youtu.be/aD2SZjvZL7o