Vitinn á Hrollaugseyjum þjónustaður

Deila:

Starfsmenn vitadeildar Vegagerðarinnar vinna nú að viðhaldi á vitanum á Hrollaugseyjum ásamt áhöfninni á varðskipinu Þór. Vinnuflokkur frá Vegagerðinni var fluttur út í eyjuna fyrr í vikunni ásamt verkfærum, málningu og öðrum búnaði sem notaður er til verksins. Að auki verður skipt um rafgeyma í vitanum en hann er knúinn sólarorku eins og flestir vitar landsins.

Vitinn á Hrollagseyjum 2Mikil vinna er lögð í að koma búnaði til eyjarinnar en engar vélar eða önnur hjálpartæki eru til staðar til að auðvelda verkið. Því er unnið með handaflinu einu saman en áætlað er að vinna við vitann taki um fjóra til fimm daga. Á meðan framkvæmdirnar standa yfir dvelja starfsmenn Vegagerðarinnar um borð í varðskipinu Þór.

Deila: