Helmingur strandveiðiaflans kominn á land

Deila:

Þann 12. júlí hafði verið veiddur helmingur af útgefnum aflaheimildum í strandveiðum sumarið 2018. Alls hafa 512 bátar landað 8.154 sinnum og meðalafli hvern róður hefur verið um 654 kg. Það þýðir að talsvert er um umframafla samkvæmt frétt frá Fiskistofu.

Alls 272 hafa fengið tilkynningu um umframafla fyrir júnímánuð, álagningin nemur 6,5 milljónum króna sem renna beint til Verkefnasjóðs Sjávarútvegsins. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá sem hafa veitt mestan umframafla, en þess má aftur geta að allur umframafli er ólögmætur sjávarafli. Hann dregst engu að síður af þeim 10.200 tonnum sem úthlutað var í strandveiðar sumarið 2018 og skerðir því hlut allra strandveiðisjómanna. Einhver brögð eru  að því að menn landi umframafla aftur og aftur.  Í slíkum tilvikum er haft samband við viðkomandi og  geta  þeir fengið formlega áminningu og verið sviptir strandveiðileyfinu tímabundið.

Listi Fiskistofu um umframafla strandveiðibáta.

Umframaflakóngar í júní

Deila: