Hoffell með 600 tonn af makríl

Deila:

Hoffellið kom til Hafnar á Fáskrúðsfirði um miðnætti, sunnudaginn 22.júlí.   Er þetta fyrsti markíltúr Hoffellsins á þessu ári.  Veiðin gekk afar vel og sagði Bergur Einarsson skipstjóri  að makríllinn væri stór og fallegur, um 420 grömm að meðalvigt.  „Við fengum þennan afla í tveimur hollum út af Kötlugrunni“ sagði Bergur í samtali við heimasíðu Loðnuvinnslunnar og bætti því við að allt hefði gengið mjög vel og að hann væri bara glaður.  Hoffellið á 9000 tonna kvóta af makríl þannig að vertíðin er rétt að hefjast og reiknar Bergur með því að fast verði sótt á miðin á næstu vikum.

Makríllinn fer allur til manneldis og verður unnin hjá Loðnuvinnslunni.

 

Deila: