Veiðar á sæbjúgum bannaðar á Breiðafirði

Deila:

Gefin hefur verið út reglugerð 733/2018 sem bannar veiðar á sæbjúgum í Breiðafirði.

Samkvæmt reglugerðinni er frá og með 27. júlí 2018 allar veiðar á sæbjúgum bannaðar ótímabundið í Breiðafirði innan línu, sem dregin er frá Selskeri (austan Sigluness á Barðaströnd) 65°26,85´ N – 23°38,45´ V um Selsker sunnan fjarðarins í Eyrarfjall 65°00,00´ N – 23°12,00´ V.

 

Deila: