Iceland Seafood lýkur kaupunum á Solo Seafood

Deila:

Iceland Seafood International hefur lokið kaupum á Solo Seafood, sem verður samtvinnað annarri starfsemi Iceland Seafood innan Evrópu. Í fréttatilkynningu um kaupin lýsa stjórnendur ISI ánægju sinni með þau. Gengið hafi verið frá kaupsamningi í gær en Solo Seafood er eitt aðaleigandi Icelandic Iberica og Ecomsa á Spáni og Achernar í Argentínu.

Öll skilyrði vegna kaupanna hafa verið uppfyllt.

Solo Seafood er í eigu íslensku fyrirtækjanna Sjávarsýnar, FISK Seafood, Jakobs Valeirs, Nesfisks og Hjörleifs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Iceland Iberica. FISK Seafood, Jakob Valgeir og Nesfiskur hafa til umráða umtalsverðar aflaheimildir við Ísland. Þau verða nú hluthafar í Iceland Seafood og birgjar hjá því.

Icelandic Iberica er eitt af umsvifamestu fyrirtækjum á markaði fyrir sjávarafurðir í sunnan verðri Evrópu. Velta þess er um 120 milljónir evra á ári hagnaður fyrir skatta er fyrir 4 milljónir evra. Gert er ráð fyrir meiri hagnaði á þessu ári. Vöruúrval er mikið, svo sem íslenskur saltfiskur, argentínsk rækja, smokkfiskur og lýsingur og er fyrirtækið með framleiðslu á Spáni og í Argentínu. Umsvifin hafa farið vaxandi síðustu árin.

Kaupin og sameining fyrirtækjanna leiða til veltu upp á meira en 400 milljónir evra og væntanlegs hagnaðar fyrir skatta upp á 10 milljónir evra á þessu ári

Með þessum kaupum styrkir Iceland Seafood stöðu sína á lykilmörkuðum fyrir sjávarafurðir í Evrópu. ISI mun reka 7 fiskréttaverksmiðjur í heiminum. Fiskvinnslufyrirtækin þrjú eru með um 10% aflaheimilda við Ísland og reka 8 fiskvinnslur og verða nú hluti óslitinnar keðju frá veiðum inn á markaði í 45 löndum og til meira en 3.000 kaupenda um veröld víða

Vegna kaupanna gefur Iceland Seafood ú 1.025 nýja hluti í félaginu til kaupenda á 7,59 krónur íslenskar hvern hlut viðað við skráningu 31. júlí 2018. Gert er ráð fyrir að viðskiptin verði að fullu frágengin ná næstu 4 til 7 vikum

 

 

Deila: