Blængur landaði ufsa og grálúðu

Deila:

Frystitogarinn Blængur NK landaði í Neskaupstað í byrjun þessa mánaðar. Aflinn var 365 tonn upp úr sjó, mest ufsi og grálúða. Verðmæti aflans var 137 milljónir króna. Skipstjóri í veiðiferðinni var Theodór Haraldsson og segir hann að hún hafi verið heldur tíðindalítil.

„Við fórum út 5. júlí og héldum okkur alveg fyrir austan. Lögðum áherslu á lúðuna en fórum tvisvar sinnum í ufsa í Berufjarðarálnum. Segja má að það hafi verið rjómablíða allan túrinn að undanskildum einum degi, en annars er heldur fátt um hann að segja,“ segir Theodór í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Blængur hélt til veiða á ný sl. mánudagskvöld.

Ljósm. Hákon Seljan

 

Deila: