Fleiri veiða umfram heimildir

Deila:

Enn fjölgar bátum sem veiða afla umfram heimildir í strandveiðum. Vegna júlímánaðar fengu 314 bátar tilkynningu um meðferð máls vegna álagningar vegna ólögmæts sjávarafla. Alls nemur álagningin rúmlega  átta og hálfri milljón króna sem renna í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Þetta er um 30% hærri upphæð en lagt var á vegna umframafla í júní.

„Fiskistofa hvetur strandveiðimenn til að  gæta sín betur á að veiða ekki umfram leyfilegt hámark í hverri veiðiferð.

Innheimta á umframafla vegna maí gekk vel. Samkvæmt lögum skal bátur sviptur veiðiréttindum ef álagningin er ekki greidd á eindaga. Þann 08.08.2018 var 21 bátur sviptur veiðiréttindum en viðbrögðin voru hröð og nú á aðeins einn þeirra eftir að greiða álagninguna. Fiskistofa hvetur útgerðir til að greiða álagningu vegna umframafla í júní og júlí hið fyrsta svo komist verði hjá sviptingu,“ segir á heimasíðu Fiskistofu.

Umframaflakóngar í júlí

 

Deila: