Samfelld makrílvinnsla

Deila:

Þrátt fyrir að mikill tími fari í leit hjá skipunum þá er makrílvinnsla samfelld þessa sólarhringana í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Lokið var við að landa 765 tonnum úr Beiti NK í gærmorgun og þá hófst löndun úr Bjarna Ólafssyni AK sem kominn var til löndunar með 440 tonn. Vinnslu úr Bjarna Ólafssyni lauk í gærkvöldi en hófst löndun úr Berki NK sem var á landleið með 950 tonn.

Beitir og Bjarni Ólafsson fengu sinn afla út af Austfjörðum en Börkur var að veiðum í Smugunni um 270 mílur frá Norðfjarðarhorni.

Þá hafa tvö vinnsluskip landað makríl í frystigeymslur Síldarvinnslunnar í fyrradag og gær.  Vilhelm Þorsteinsson EA landaði 400 tonnum og Hákon EA var að landa 730 tonnum. Á sama tíma er verið að skipa út 4500 tonnum af afurðum úr frystigeymslunum.

 

 

Deila: