Fisk-Seafood kaupir hlut Brims í VSV
FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni. Kaupverðið er kr. níu milljarðar og fjögur hundruð milljónir. Samningurinn verður sendur Samkeppniseftirlitinu.
„Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja,“ segir í frétt frá Fisk-Seafood.