Kristinn ráðinn til Fisk-Seafood

Deila:

Kristinn Kristófersson hefur verið ráðinn til FISK-Seafood. Auk almennra verkefna fyrir félagið mun Kristinn sinna sérstaklega starfsemi fyrirtækisins á Snæfellsnesi. Kristinn býr í Ólafsvík og starfaði áður hjá Deloitte.

Sérsvið Kristins eru uppgjör og endurskoðun sjávarútvegsfyrirtækja. Kristinn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst en einnig er hann iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands af útvegssviði. Kristinn er kvæntur Auði Sigurjónsdóttur leikskólakennara og eiga þau saman þrjú börn.

„Við bjóðum Kristinn velkominn til starfa,“ segir frétt frá Fisk-Seafood.

 

Deila: