Axel endurkjörinn formaður LS

Deila:

Axel Helgason var á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda endurkjörinn formaður sambandsins. Hann var einn í kjöri.

Á fundinum var samþykktur fjöldi ályktana um málefni sem á eigendum smábáta brenna, svo sem um strandveiðar, veiðigjöld, grásleppuveiðar, lokun veiðisvæða, eftirlit með veiðum með myndavélum, öryggismál og fleira.

 

Deila: