Byggt verði á núverandi veiðistjórnun á grásleppu

Deila:

„Aðalfundur LS  mótmælir harðlega enn og aftur þeirri ákvörðun að loka svæðum að fengsælum miðum við grásleppuveiðar í Faxaflóa vegna æðarvarps.  Fundurinn krefst þess að 4. málsgrein  9. greinar í reglugerð um hrognkelsaveiðar nr. 202  frá 4. mars 2016 verði tafalaust felld úr gildi.“

Svo segir í einni af samþykktum aðalfundar Landssambands smábátaeigenda. Þar segir ennfremur í greinargerð: Fjórir æðarbændur nýta varp á litlum hluta þessa svæðis en hafa náð með „lobbýisma“ að koma þessu banni í gegn.  Benda má á að athugun fór fram á fjölda æðarfugla sem komu í net, en þessi athugun var framkvæmd af sérstökum eftirlitsaðila utan þeirrar skráningar sem grásleppusjómenn sjálfir skrá.“

Fundurinn lagðist gegn kvótasetningu á grásleppuveiðum og leggur til að áfram verði byggt á núverandi veiðistjórnun á grásleppu, en telur nauðsynlegt að gera endurbætur á núverandi kerfi, bæði við ákvörðun um fjölda veiðidaga og fyrirkomulag veiða. Jafnframt lagði fundurinn áherslu á að veiðitími liggi fyrir áður en vertíð er hafin. Ennfremur að að hægt verði að gera hlé á veiðum og að heimilt verði að sameina 2 grásleppuleyfi á bát.

Loks skoraði fundurinn á forystu félagins að þrýsta á kaupendur grásleppu að gefa út verð viku áður en vertíð hefst.

 

Deila: