Mest af makrílnum veitt utan lögsögu

Deila:

Eitt þeirra málefna sem Örn Pálsson framkvæmdastjóri gerði að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi LS var þróun makrílveiða hér við land.  Sífellt minna væri veitt hér i lögsögunni og væri nú svo komið að meira en helmingur hefði veiðst utan hennar á nýlokinni vertíð.

Örn hvatti stjórnvöld til að gefa færaveiðar smábáta frjálsar, öll höft á veiðarnar við strendur landsins væru óþörf.  Þar sem uppsjávarskipin þyrftu í vaxandi mæli að leita á mið utan landhelginnar til að ná heimildum sínum ætti að efla færaveiðar eins mikið og hægt væri.

Alls veiddu smábátar 3.751 tonn af makríl á árinu 208 og nam aflaverðmæti þess um 250 milljónum.    Hlutdeild smábáta í því sem veiddist í landhelginni var 6%.

Taflan hér að neðan sýnir skiptingu heildarafla eftir veiðisvæðum og heimilaðan afla.

 

Deila: