Engin áform um að draga úr starfsemi á Vopnafirði

Deila:

„Engin áform eru um að draga úr starfsemi HB Granda á Vopnafirði en þar er í dag rekið öflugt uppsjávarfrystihús og fiskimjölsverksmiðja. Áfram er stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en verið er að skoða hvernig best er að haga því, en engin ákvörðun liggur fyrir í þeim efnum.“

Svo segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu vegna frétta af uppsögnum starfsmanna HB Granda á Vopnafirði.

„HB Grandi hefur í mörg ár rekið öfluga uppsjávarvinnslu á Vopnafirði þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn á meðan vertíð stendur. Fastráðnir starfsmenn uppsjávarfrystihússins á Vopnafirði eru eftir uppsagnir 60 og hafa verið 60-65 í gegnum árin. Tíminn á milli vertíða hefur verið nýttur í ýmiskonar verkefni. Árið 2016 var tekin ákvörðun um að byggja upp bolfiskvinnslu á Vopnafirði til að starfrækja á milli vertíða og hófst vinnsla í henni eftir sjómannaverkfallið í mars 2017. Rekstur bolfiskvinnslu hefur allmennt ekki gengið sem skyldi og hefur því verið ákveðið að endurskipuleggja starfssemi á Vopnafirði á milli vertíða,“ segir þar ennfremur.

 

 

Deila: