Fiskafli í október var tæplega 114 þúsund tonn

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í október var 113.656 tonn sem er á pari við aflamagn í október 2017. Botnfiskafli var 46 þúsund tonn eða 8% meiri en í október 2017. Af botnfisktegunum nam þorskaflinn 26,8 þúsund tonnum og 7,3 þúsund tonn veiddust af ufsa sem er ríflega tvöfalt meiri afli en í október 2017. Uppsjávarafli, sem var að megninu til síld, nam rúmum 64 þúsund tonnum sem er 6% minni afli en í október 2017 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2017 til október 2018 var tæp 1.253 þúsund tonn sem er 7% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í október metið á föstu verðlagi var 10,5% meira en í október 2017.

Fiskafli
Október Nóvember-október
  2017 2018 % 2016‒2017 2017‒2018 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 101 112 11 . . .
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 114.137 113.657 0 1.165.525 1.252.862 7
Botnfiskafli 42.523 46.020 8 418.409 484.346 16
Þorskur 27.175 26.786 -1 248.631 278.009 12
Ýsa 3.686 5.012 36 35.241 45.483 29
Ufsi 3.513 7.309 108 45.066 64.978 44
Karfi 6.133 5.526 -10 57.886 61.683 7
Annar botnfiskafli 2.016 1.388 -31 31.586 34.194 8
Flatfiskafli 1.813 2.211 22 21.945 27.094 23
Uppsjávarafli 68.647 64.405 -6 715.036 728.997 2
Síld 59.264 59.112 0 140.157 112.142 -20
Loðna 0 0 196.832 186.333 -5
Kolmunni 5.652 3.242 -43 212.537 294.976 39
Makríll 3.731 2.051 -45 165.510 135.546 -18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0
Skel-og krabbadýraafli 1.153 1.021 -12 10.101 12.414 23
Annar afli 0 0 35 9 -73

 

Deila: