Beitir með mestan kolmunnakvóta

Deila:

Kolmunnakvóti Íslendinga á þessu ári verður 246.000 tonn, sem er 68.600 tonna samdráttur frá síðasta ári, þegar leyfilegur heildarafli var 314.426 tonn eftir umtalsverðar færslur frá fyrra ári og sérstakar úthlutanir. Aflinn í fyrra varð þó aðeins 287.104 tonn og því heimilt að flytja 18.500 tonn yfir á þetta ár. Ella hefði kvótinn aðeins orðið 227.000 tonn í ár.

Skýringin á mikill lækkun kvótans er nauðsynlegur niðurskurður á heildarveiðum á kolmunna að mati Alþjóða hafrannsóknaráðsins.

Mesta úthlutun á þessu ári fær Beitir NK, 33.151 tonn og á hæla honum kemur Börkur NK með 30.400 tonn. Bæði skipin eru frá Síldarvinnslunni. Skip HB Granda, Víkingur AK og Venus NS koma næst með 26.616 tonn hvort skip og síða koma skip Eskju, Aðalsteinn Jónsson SU og Jón Kjartansson SU með 24.432 tonn hvort skip.

Í fyrra veiddu fimm skip meira en 20.000 tonn af kolmunna. Það voru Beitir NK með 27.270 tonn, Bjarni Ólafsson AK með 26.907 tonn, Víkingur AK með 26.778 tonn, Börkur NK með 23.795 og Venus NS með 23.233 tonn.

 

Deila: