Eimskip siglir reglulega til Gdynina

Deila:

Síðastliðið haust hóf Eimskip tímabundnar siglingar inn á Gdynia í Póllandi sem mæltust vel fyrir hjá viðskiptavinum félagsins.
Eimskip mun nú gera breytingar á siglingaáætlun sinni og hefja fastar viðkomur í Gdynia og á sama tíma hætta viðkomum í Świnoujście. Fyrsta viðkoman í Gdynia verður 8. janúar nk. og svo aðra hvora viku eftir það.
Aðrar breytingar á siglingaáætlun Eimskips eru þær að Gula leiðin mun koma við í Immingham á fimmtudögum í staðinn fyrir Gráu leiðina. Þá mun Gráa leiðin koma við aðra hvora viku í Rotterdam, sem er viðbótar viðkoma við núverandi siglingakerfi.
Viðkomur á Akureyri verða nú aðra hvora viku líkt og á Ísafirði, Sauðárkróki og Húsavík.
Nánari upplýsingar um siglingaáætlun félagsins er að finna hér.

Deila: