Prufa selafælu við grásleppuveiðar

Deila:

Nú stendur yfir skoðanakönnun meðal félagsmanna LS sem hafa rétt til grásleppuveiða.  LS hefur sent tölvupóst til þeirra þar sem spurt er um málefni tengd grásleppuveiðum og eru félagsmenn hvattir til að taka þátt í könnuninni.

Með könnuninni er meðal annars ætlað að skoða hug manna til MSC vottunar á grásleppu, fyrirkomulag veiða á komandi vertíð, skráningu meðafla o.fl.

Niðurstöður verða birtar á heimasíðu LS næstkomandi föstudag.

Skoðanakönnunin kemur í kjölfar fundar sem Hafrannsóknastofnun hélt með LS fyrr í vikunni.  Á fundinum var greint frá styrk sem veittur var af AVS sjóðnum til að hefja skoðun á nýjum aðferðum til veiða á grásleppu.

Rætt var um hvernig skilgreina mætti betur hvaða vandamál þarf að kljást við og leysa.  Hugmyndir hvað væri hægt að framkvæma og hvað aðrar þjóðir hafa þegar gert.

Niðurstaða fundarins var að stefna að því að prófa einföld atriði eins og reknetaveiðar og fælubúnað fyrir seli á komandi vertíð.

 

 

Deila: