Fyrsta jómfrúrferðin í 12 ár
Varðskipið Týr lagði frá bryggju á fimmtudag, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Eiríkur Bragason hélt í jómfrúarferð sína sem skipherra. Eiríkur leysir Einar H Valsson af næstu daga og svo aftur síðar á árinu. Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni heldur í jómfrúarferð sína.