Nýgengin sjóbleikja

Deila:

Mörg er matarholan. Það á bæði við leitina að uppskriftum og að finna eitthvað í matinn. Nú kíktum við inn á vef Landssambands smábátaeigenda, reyndar í öðrum erindagjörðum, og rákumst á þessa fínu uppskrift frá Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Hann veiðir í matinn og matreiðir á einfaldan og góðan hátt.

Innihald:

sjóbleikja
salt
piparkorn
lárviðarlauf
íslenskar kartöflur

Aðferð:

Gengið er til veiða í einhverri af hinum frábæru bleikjuám í Eyjafirði. Snúið heim með að minnsta kosti eina 2-3 punda bleikju. Hún er síðan elduð á eftirfarandi máta:
Nýjar íslenskar kartöflur soðnar í söltu vatni. Á meðan kartöflurnar sjóða hreinsar maður fiskinn og sker í fjóra bita. Síðan er vatn sett í pott ásamt piparkornum og lárviðarlaufi. Þetta hitað þar til sýður. Þá saltað. Að lokum er fiskurinn settur í sjóðandi vatn og slökkt undir eftir eina til tvær mínútur. Fiskurinn svo látinn liggja í vatninu eins lengi og hver kýs. Borið fram með íslensku smjöri.

Deila: