Alltaf nóg að gera

Deila:

Maður vikunnar að þessu sinni vinnur við að selja fisk, en hann byrjaði að vinna við sjávarútveg 1971 þegar hann var á Barða NK. Hann segir það fjölbreytilegt að vinna við sjávarútveginn og alltaf nóg að gera. Hann langar til að heimsækja Hrísey.

Nafn?

Guðfinnur Friðjónsson.

Hvaðan ertu?

Ég er frá Keflavík.

Fjölskylduhagir?

Giftur og á 3 börn.

Hvar starfar þú núna?

Ég starfa hjá Hafinu fiskverslun í Hlíðasmára.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði árið 1971 á Barða NK 120 á Neskaupsstað.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þetta er fjölbreytt starf og alltaf nóg að gera.

En það erfiðasta?

Þegar það voru miklar brælur á sjónum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Þegar við vorum að flýja Bretana í þorskastríðinu um 50 mílna lögsöguna.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það eru nokkrir skrautlegir en Ingvi Mór, Ari Sigurjónsson, Lilli gó, Kiddi í Dagsbrún, Friðþór Hjelm og Sveinn á Dalabakka eru með þeim skrautlegustu sem að ég hef hitt. Svo eru auðvitað Eyjó og Dóri í Hafinu sérkennilegustu fuglar sem ég hef unnið fyrir.

Hver eru áhugamál þín?

Útivist og íþróttir. Ég labba mikið og hjóla svo fylgist ég mikið með körfuboltanum hérna heima.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Fiskurinn úr Hafinu og auðvitað góðar steikur.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég væri til í að fara aftur til Hríseyjar. Þetta er eitthver sérkennilegasti staður sem ég hef stigið fæti á og væri til í að koma þangað aftur.

 

Deila: