Varðin Pelagic í fullan gang

Deila:

Starfsemi fiskiðjuversins Varðin Pelagic á Tvöroyri á Suðurey í Færeyjum er nú að komast í fullan gang eftir brunann mikla í júní 2017, þegar verksmiðjuhúsið brann til grunna. Það er Skaginn 3X sem hefur séð um endurreisn verksmiðjunnar, en fyrirtækið reisti einnig fyrra fiskiðjuver á mettíma.

Í Fiskiðjuverinu verður unnið allan sólarhringinn á þremur vöktum þegar hráefni er nægilegt. 30 manns verða á hverri vakt, en auk þeirra 90 manna sem verða á vöktum vinna að 40 manns við önnur störf, alls 130 manns.

Fiskiðjuverið byrjaði reyndar að taka við hráefni síðasta haust þegar Tróndur í Götu landaði þar 15 mánuðum eftir brunann.

Kostnaður við nýja fiskiðjuverið, sem er hannað fyrir uppsjávarfisk, er 10,3 milljarðar íslenskra króna og er öll starfsemin á 20.500 fermetrum.

 

Deila: