Vísir selur hlut sinn í OCI

Deila:

Meirihlutaeigendur kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins Ocean Choice International hafa keypt hlut Landvis dótturfyrirtækis íslenska sjávarútvegsfyrirtækisins  Vísis í Grindavík og er fyrirtækið nú að fullu í eigu stofnenda fyrirtækisins, bræðranna Martins og Blaine Sullivan.
Vísir keypti hlut í fyrirtækinu fyrir nokkrum árum, en fljótlega risu deilur milli eigendanna og síðustu misseri hafa þær verið reknar fyrir dómstólum ytra. Deilt var um verð á hlut Landvis, sem vildi út úr samstarfinu. OCI er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Nýfundnalands.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá OCI í gær. Þar lýsir fyrirtækið ánægju sinni með að hafa keypt út minnihlutaeigandann Landvis Canada Inc. Og nú sé það í 100% eigu þeirra Sullivanbræðra.

Þeir bræður segja þessi kaup vera mikilvægt skref í framtíðarstefnu fyrirtækisins og muni gera það hæfara til að takast á við markmið þess um vöxt til framtíðar.

 

Deila: