Minni útflutningur frá Noregi

Deila:

Norðmenn fluttu utan 151.000 tonn af sjávarafurðum í apríl að verðmæti 84 milljarðar íslenskra króna. Það er samdráttur í magni um 23% en verðmætin lækka um 7% miðað við sama mánuð í fyrra.

Það sem af er ári nemur útflutningurinn 886.000 tonnum að verðmæti 382 milljarðar króna. Magnið er á svipuðu róli og á sama tímabili í fyrra, en verðmætið hefur aukist um 8%

Eldislaxinn skiptir mestu máli í útflutningi Norðmanna. Í apríl fluttu þeir utan 60.00 tonn af laxi og var það samdráttur um 8.800 tonn miðað við apríl í fyrra. Það sem af er ári hafa Norðmenn flutt utan 305.000 tonn af laxi.

Útflutningur á ferskum þorski í apríl var 10.800 í apríl og var það aukning um 6% miðað við sama mánuð í fyrra. Þá fóru utan 5.300 tonn af frystum þorski sem er samdráttur um 1.300 tonn eða 19%.

Sala á þurrkuðum saltfiski í apríl nam 4.600 tonnum, sem er samdráttur um 11%. Það sem af er ári hefur þessi útflutningur aukist um 3.200 tonn og er nú samtals 26.900 tonn.

Útflutningur á blautverkuðum saltfiski í apríl var 4.400 tonn, sem er samdráttur um 1.500 tonn

Deila: