Grásleppan skilar meiru

Deila:

Útflutningsverðmæti grásleppuafurða á sl. ári nam um 2,157 milljörðum, sem er 370 milljónum meira en árið 2017 skilaði.  Taflan hér að neðan sýnir magn í tonnum og verðmæti í milljónum á sl. ári og á árinu 2017.

Af kavíar var mest flutt til Frakklands eða 71% magnsins, Svíar keyptu 47% alls útflutnings af söltuðum hrognum og Kínverjar 91% af frosinni grásleppu.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og segir þar ennfremur svo:

„Það er einkar ánægjuleg að skoða útflutningstölurnar sem sýna glöggt hversu vel hefur gengið að selja grásleppuna og þær afurðir sem unnar eru úr henni. Kílóaverð í öllum flokkum hækkaði milli ára, fryst grásleppa mest eða um 44%.“

 

Deila: