Vörður í innsiglingunni

Deila:

Togbátarnir hafa verið að fiska vel að undanförnu eins og flestir aðrir, sem gera út á þorsk eða annan botnfisk. Einn þeirra er Vörður EA, sem gerður er út af Gjögri, en landar oft í Grindavík, sérstaklega á þessum tíma árs.

Nú þegar kvótaárið er um það bil hálfnað er sömu sögu að segja af þorskvótanum. Nú eru komin á land um 104.000 tonnn miðað við óslægðan fisk og um 108.000 tonn óveidd af leyfilegum afla þessa kvótaárs.

Þessa fallegu mynd a Verði á leið inn til Grindavíkur tók Jón Steinar Sæmundsson.

Deila: