Mikil aukning aflaverðmætis

Deila:

Aflaverðmæti úr sjó var 11,7 milljarðar í nóvember sem er 19,2% aukning samanborið við nóvember 2017. Verðmæti botnfiskaflans nam 9,3 milljörðum og jókst um 13%. Verðmæti uppsjávarafla var 1,7 milljarðar sem er 69,4% meira en í nóvember 2017.

Verðmæti afla sem seldur var til eigin vinnslu innanlands nam 6,1 milljarði, sem er um 52% af heildarverðmæti. Verðmæti sjófrysts afla nam 3,2 milljörðum og verðmæti afla sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands nam 1,7 milljarði, eða um 15% af heildarverðmæti.

Á 12 mánaða tímabili, frá desember 2017 til nóvember 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 127 milljörðum króna sem er 16,1% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Verðmæti afla 2017–2018
Milljónir króna Nóvember Desember-nóvember
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
Verðmæti alls 9.818,3 11.703,3 19,2 109.066,9 126.612,1 16,1
Botnfiskur 8.240,0 9.307,7 13,0 75.110,8 89.252,7 18,8
Þorskur 5.284,8 5.561,2 5,2 47.890,0 55.894,7 16,7
Ýsa 774,4 1.453,8 87,7 7.812,3 10.305,9 31,9
Ufsi 823,3 1.054,3 28,1 6.322,9 7.960,6 25,9
Karfi 1.091,6 1.008,6 -7,6 8.873,7 10.406,0 17,3
Úthafskarfi 0,0 0,0 333,3 218,8 -34,3
Annar botnfiskur 265,9 229,8 -13,6 3.878,6 4.466,8 15,2
Flatfiskafli 453,1 565,9 24,9 7.462,1 10.216,4 36,9
Uppsjávarafli 1.035,3 1.753,5 69,4 24.068,3 24.527,8 1,9
Síld 858,3 1.381,3 60,9 4.954,1 4.698,0 -5,2
Loðna 0,0 0,0 6.709,4 5.891,7 -12,2
Kolmunni 177,0 371,8 110,1 3.879,2 6.431,4 65,8
Makríll 0,0 0,4 8.525,4 7.506,8 -11,9
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,0 0,0
Skel- og krabbadýraafli 89,9 76,1 -15,3 2.425,8 2.615,2 7,8
Humar 8,3 0,0 833,6 567,5 -31,9
Rækja 28,4 11,3 -60,3 1.224,5 1.487,9 21,5
Annar skel- og krabbadýrafli 53,2 64,8 21,9 367,7 559,7 52,2
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Deila: