Sjálfkjörið í stjón Marel
Framboðsfrestur til stjórnar Marel hf. var til kl. 16:00 þann 1. mars 2019. Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 6. mars kl. 16:00 í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9, Garðabæ.
Eftirtaldir sjö aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn Marel:
Ann Elizabeth Savage, Spalding, Englandi
Arnar Þór Másson, London, Englandi
Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Reykjavík
Ástvaldur Jóhannsson, Seltjarnarnesi
Margrét Jónsdóttir, Seltjarnarnesi
Dr. Ólafur Guðmundsson, Princeton, New Jersey, Bandaríkjunum
Ton van der Laan, Berlicum, Hollandi
Sjö sitja í stjórninni og er því sjálfkjörið í hana. Helgi Magnússon gefur ekki kost á sér til endurkjörs, en Ton van der Laan kemur nýr inn í hans stað. Van der Laan er hollenskur og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá stórfyrirtækinu Unilever, samkvæmt tilkynningu Marels til kauphallar.
Frekari upplýsingar um framangreinda aðila má finna í viðhengi og eru einnig aðgengilegar á upplýsingasíðu aðalfundar 2019 á heimasíðu félagsins: http://www.marel.com/agm.
Samþykktir félagsins kveða á um að fjöldi stjórnarmanna skuli vera 5-7. Verða framangreindir sjö aðilar þar af leiðandi sjálfkjörnir í stjórn félagsins á komandi aðalfundi 2019 án sérstakrar atkvæðagreiðslu.