Forsetinn skoðaði skipahönnun
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er þessa dagana staddur í Rússlandi. Ferð ferð hans þangað hófst með heimsókn í höfuðstöðvar skipahönnunarfyrirtækisins Nautic Rus í Pétursborg. Alfreð Tulinius forstjóri og um 50 starfsmenn kynntu fyrirtækið sem fæst við hönnun nýrra fiskiskipa og togara sem byggja á íslensku hugviti og tækni.