Mikil veltuaukning í sjávarútvegi
Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, var 4.594 milljarðar á tímabilinu frá mars 2018 til febrúar 2019, sem er 7,4% hækkun miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Á tímabilinu janúar-febrúar 2019 var veltan 673 milljarðar, eða 8,5% hærri en sömu mánuði árið áður. Á þessu tímabili jókst velta mest í heild- og umboðssölu með fisk (39,6%) og í sjávarútvegi (34,7%). Velta lækkaði meðal annars í flutningum og geymslu (-9,7%); sölu og viðhaldi á vélknúnum ökutækjum (-7,8%); bílaleigu (-4,7%), samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands.