Rauðspretta með sítrónu og hvítlauk

Deila:

Rauðsprettan er hreint yndislegur fiskur að borða. Af henni er mjög sérstakt bragð, holdið er skjannahvítt og mjúkt, sé þess gætt að elda hana ekki of mikið. Rauðsprettan er ein að nokkrum tegundum flatfiska sem veiðast hér við land og sá algengasti á eftir grálúðu. Því er við hæfi að koma hér með eina einfalda uppskrift, sem hæfir vel þessum fiski.  Rauðsprettuna er nefnilega best að elda á einfaldan hátt til að hún haldi sínu sérstaka bragði.

Innihald:

  • 1 dl af bræddu smjöri
  • 3 hvítlauksrif, marin
  • 2 msk nýkreistur sítrónusafi
  • börkur af einni sítrónu
  • 4 flök af rauðsprettu um 200 g hvert
  • salt og svartur pipar
  • 2 msk fersk steinselja

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður  og berið matarolíu í hæfilega stórt ofnfast mót.
  2. Blandið saman smjöri, hvítlauk, sítrónusafa og rifnum sítrónuberki í skál og leggið til hliðar.
  3. Kryddið rauðsprettuna lítillega með salti og pipar og leggið flökin í ofnfasta mótið.  Dreifið smjörblöndunni jafnt yfir fiskinn.
  4. Setjið mótið í ofninn og bakið uns fiskurinn er bakaður í gegn, eða í 10-12 mínútur.
  5. Stráið steinselju yfir fiskinn og skreytið með nokkrum sítrónusneiðum, þegar hann er borinn fram. Gott er að hafa hrísgrjón eða nýjar soðnar kartöflur með þessum rétti og salat að eigin vali.

 

 

Deila: