Hvergi hvikað

Deila:

Fjölmennasti fundur í sögu Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur var haldinn í gær. „Húsfyllir var í Sjómannastofunni Vör þar sem farið var yfir stöðuna í kjaradeilu okkar við Útgerðarmenn. Einar Hannes formaður félagsins rakti gang viðræðna og ástæðu þess að nú er gert hlé á viðræðum til n.k mánudags,“ segir á heimasíðu félagsins.

Mikil samstaða kom fram meðal félagsmanna og fékk samninganefnd SVG fullkomið og óskorað umboð allra  viðstaddra til þess að hvika hvergi í kröfugerð, ekkert skal gefa eftir í þessum 5 meginkröfum sem á borðinu liggja.

„Skilaboðum var komið á framfæri til félagsmanna að fjölmenna á samstöðu-hitting við Karphúsið á mánudaginn n.k til þess að fylgja eftir þeim einhug er ríkti á fundinum.“

 

 

Deila: