Nýtt stálþil á Bíldudal

Deila:

Hafna- og atvinnumálaráð Vesturbyggðar hefur samþykkt tillögu Vegagerðarinnar um að taka tilboði Guðmundar Arasonar ehf í stálþil og festingar vegna framkvæmda við Bíldudal – sem er lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.

Að sögn Fannars Gíslasonar verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni barst aðeins eitt tilboð í stálið og var það á pari við kostnaðaráætlun eða 491.771 evrur (án vsk.)  Kostnaðurinn við hvert tonn er 1.130 evrur. Miðað við gengi í dag er tilboðsfjárhæðin um 66 milljónir króna.

Við efniskostnað bætist við kostnaðurinn við vinnuna, en verkið verður unnið í haust.
Mynd og frétt af bb.is

 

Deila: