Óttast mögulegt innflutningsbann

Deila:

Þann 20. ágúst sl. sendi LS bréf til utanríkisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.  Efni bréfsins varðar fyrirhugaðan fund hans með varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence.

„LS er ekki í vafa um að þar muni viðskipti landana verða til umræðu og því brýnt að ráðherra lýsi áhyggjum yfir ákvæði bandarískra laga er varðar sjávarspendýr sem meðafla við fiskveiðar.  Ákvæðið kemur til framkvæmda 1. janúar 2022 og gæti haft þær afleiðingar að bann verði sett á innflutning allra þorskafurða til BNA frá þjóðum sem stunda veiðar þar sem sjávarspendýr veiðast sem meðafli.

LS hefur af þessu miklar áhyggjur, ekki síst vegna þess að nær útilokað er að stunda grásleppuveiðar án þess að fá sel sem meðafla.

Á síðustu grásleppuvertíð voru 240 bátar á veiðum, ætla má að um 500 sjómenn hafi haft tekjur af vertíðinni auk á annað hundrað við vinnslu og þjónustu.  Aflaverðmæti vertíðarinnar var um 1,6 milljarður,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

 

Deila: