Mast vinnur tillögur að rekstrarleyfi fyrir fiskeldi á landi

Deila:

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi  vegna fiskeldis á landi fyrir samherja og Háafell. Tillagan fyrir Samherja fiskeldi ehf. er vegna fiskeldis á landi að Stað í Grindavík. Um er að ræða stækkun á eldra rekstrarleyfi úr 1.600 tonnum af laxi og bleikju í 3.000 tonn af laxi og bleikju.

Tillagan fyrir Háafell ehf. er vegna fiskeldis á landi að Nauteyri í Strandabyggð. Um er að ræða stækkun á eldra rekstrarleyfi úr 200 tonna seiðaeldi á laxi og regnbogsilungi í 800 tonna seiðaeldi á laxi og regnbogasilungi.

Athugasemdir við tillögurnar og fylgigögn skulu vera skrifleg og send Matvælastofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 4. október 2019.

 

Deila: