Mikill makrílafli í ágúst

Deila:

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í ágúst var rúm 113 þúsund tonn sem er 8% meiri afli en í ágúst 2018. Uppsjávarafli jókst um 21% en botnfiskafli dróst saman um 6%. Þessa aukningu milli ára má helst rekja til löndunar á makríl, en hún jókst um 23%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá september 2018 til ágúst 2019 var rúm 1.090 þúsund tonn sem er 14% minna en fyrir sama tímabil ári áður.

Afli í ágúst metinn á föstu verðlagi var 3,5% meiri en í ágúst 2018 samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Fiskafli
  Ágúst September-ágúst
2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 107 111 3,5
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 105.139 113.365 8 1.271.010 1.090.446 -14
Botnfiskafli 37.742 35.508 -6 478.381 490.662 3
Þorskur 18.242 16.415 -10 279.041 275.957 -1
Ýsa 4.433 4.489 1 43.561 59.475 37
Ufsi 6.765 7.572 12 59.045 70.534 19
Karfi 6.408 5.320 -17 62.493 53.361 -15
Annar botnfiskafli 1.894 1.713 -10 34.240 31.335 -8
Flatfiskafli 3.352 2.186 -35 26.779 23.072 -14
Uppsjávarafli 61.888 74.994 21 753.553 567.057 -25
Síld 6.088 7.263 19 117.119 129.830 11
Loðna 0 0 186.333 0
Kolmunni 1.533 1.146 -25 297.302 270.870 -9
Makríll 54.267 66.585 23 152.799 166.357 9
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0
Skel-og krabbadýraafli 2.156 678 -69 12.297 9.654 -21
Annar afli 0 0 0 1

 

Deila: