Meira af þorski og ýsu utan frá Færeyjum

Deila:

Nokkrar sveiflur hafa orðið í útflutningi sjávarafurða frá Færeyjum á  síðustu 12 mánuðum miðað við sama tíma í fyrra. Magnið nú er 457.000 tonn borið saman við 501.000 tonn sama tímabil árið áður. Það er samdráttur um 9%.

Samdráttur um 26.400 tonn í útflutningi á kolmunna ræður þar mestu. Á þessu tímabili er magnið 34.600 tonn en var á sama tíma árið áður 61.000 tonn. Það er fall um 43%. Útflutningur á ufsa hefur fallið um 3.360 tonn eða 24%. Þá hefur sala á grálúðu dregist saman um 26%.

Góðu fréttirnar eru þær að útflutningur á afurðum úr þorski hefur aukist verulega, farið úr 20.700 tonnum í 28.000 tonn, sem er vöxtur um 36%. Þá hefur farið mun meira utan af ýsu en áður og er vöxturinn 2.150 tonn eða 72%. Sala á makríl hefur aukist um 10% og á laxi um 8%.

Þar sem vægi verðmætari tegunda í heildinni hefur vaxið, hefur það hækkað um 4% þrátt fyrir samdrátt í magni.

Deila: