Seafood Expo Global flytur til Barcelona

Deila:

Ákveðið hefur verið að flytja stærstu sjávarútvegssýningu heims frá Brussel til Barcelona árið 2021. Þetta er Evrópska sjávarafurða- og vinnslutækjasýningin Seafood Expo Global, sem haldin hefur verið í Belgíu í tæpa þrjá áratugi.

Sýningin hefur vaxið ár frá ári og nú er sýningarpláss í Brussel ekki nægilegt lengur. Flutningurinn til Barcelona byggist á því að þar eru aðstæður betri. Mögulegt sýningarpláss er meira og framboð á gistingu sömuleiðis

Gestir á síðustu sýningu í Brussel  voru um 30.000 og sýnendur um 2.000. Nýja sýningarsvæðið nær yfir 200.000 fermetra í átta sýningarhöllum. Meira en 40 veitingahús eru á svæðinu og samgöngur að því eru góðar.

 

Deila: