Grillaður þorskur með ananasgljáa

Deila:

Enn er það þorskur enda nóg til af honum hér á landi. Þorskafli okkar er um fjórðungur úr milljón tonna árlega og hefur farið vaxandi undan farin ár. Úr öllum þessum þorski má gera  milljónir á milljónir ofan af næringarríkum og góðum fiskréttum. Megnið af þorskinum er flutt utan, enda myndum við ekki torga nema brota broti af öllum þessum fiski. Fyrir vikið skilar þorskurinn tugum milljarða króna í gjaldeyri inn í þjóðarbúið árlega.

Innihald:

3 msk ananassafi

2 msk hrísgrjónaedik

1 msk fersk, basilíka söxuð

malaður rauður pipar á hnífsoddi

2 hvítlauksrif, marin

½  tsk salt

4 bitar af þorski, eða öðrum hvítum fiski,  um 200 g hver

¼ tsk svartur pipar

olía til steikingar

Aðferðin:

Forhitið ofninn.

Blandið saman fyrstu fimm efnunum í uppskriftinni og smávegis af salti og pipar.

Stráið smávegis af salti og pipar yfir fiskbitana. Leggið fiskbitana í eldfast mót smurt með matarolíu og setjið ofarlega í ofninn og stillið á grill. Takið fiskinn út eftir 5 mínútur og penslið hann með kryddblöndunni og grillið áfram í fimm mínútur eða þar til auðvelt er að losa um flögurnar.

Berið fram með fersku salat og hrísgrjónum eða soðnum kartöflum.

Deila: