Brasilískur fiskréttur

Deila:

Það er ekki oft sem við „Ýsulendingar“ eldum fisk að hætti Brasilíumanna, nema ef um væri að ræða saltfisk. Það er hins vegar svo að frá Brasilíu má finna mikinn fjölda góðra fiskuppskrifta með svolítið framandi keim og hvað er betra en að nýta besta hráefni heims, íslenskan fisk, í þær uppskriftir.  Blanda saman því besta frá hverjum heimshluta til að njóta í góðum mat. Þessi uppskrift er kjörin fyrir góða fiskveislu fyrir góða gesti eða góðan kvöldverð á rómatísku kvöldi fyrir elskendur á öllum aldri.

Innihald:

Fiskur:

 • 800 g skötuselur, steinbítur eða lúða, skorin í bita um 2,5X2,5 sentímetra
 • 1 msk. límónusafi
 • 1/4 tsk. salt
 • Svartur pipar
 • 1 msk. ólífuolía

Soð:

 • 1 ½ msk. ólífuolía
 • 2 tvö hvítlauksrif, kramin
 • 1 lítill laukur, smátt skorinn
 • 1 stór rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í strimla
 • 1 ½ tsk. sykur
 • 1 msk. malað kúmen
 • 1 msk. paprika
 • 1 tsk. cayenne pipar
 • ½ tsk. salt
 • 400ml kókoshnetumjólk
 • 400ml niðursoðnir maukaðir tómatar
 • 1 bolli fiskisoð
 • 1 msk. límónusafi
 • 3 msk. saxaður ferskur koríander

Aðferð:

Setjið fiskbitana í skál með límónusafa og kryddið með salti og pipar. Lokið skálinni með plastfilmu og setjið í ísskáp í 20 mínútur.

Hitið 1 ½ matskeið af ólífuolíu á góðri pönnu á góðum hita. Steikið skötuselinn uns hann er orðinn gullinn á báðum hliðum.  Taki fiskinn af pönnunni og leggið til hliðar.

Lækkið hitann undir pönnunni á miðlung og hitið 1 ½ matskeið af ólífuolíu Bætið lauk og hvítlauk út á og látið malla þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið þá paprikunni út á og látið malla í tvær mínútur til viðbótar.

Bætið síðan kókóshnetumjólkinni, tómatmaukinu, fiskisoðinu og límónusafa út á og látið krauma við vægan hita í um 20 mínútur eða þar til allt er farið að þykkna. Smakkið til með salti og pipar.

Setjið fiskinn aftur á pönnuna og hitið í um tvær mínútur. Stráið söxuðum kóríander yfir og berið fram með soðnum hrísgrjónum og salati eða brauði að eigin vali.

 

Deila: