Innleiða alþjóða staðal um vinnuvernd

Deila:

Faxaflóahafnir sf. vinna þessa dagana hörðum höndum að innleiðingu öryggisstjórnunarkerfis skv. alþjóðlega staðlinum ISO 45001 um vinnuvernd og öryggi. Árangur í öryggismálum krefst sameiginlegs átaks og því leggja Faxaflóahafnir ríka áherslu á það að verktakar og aðrir sem vinna fyrir fyrirtækið leggi sitt að mörkum.

Inni á vef Faxaflóahafna má finna stefnur fyrirtækisins, ásamt öryggis- og umhverfisreglum sem starfsmönnum Faxaflóahafna og annarra sem vinna fyrir fyrirtækið er skylt að fylgja. Þar sem fleiri tungumál en íslenska eru notuð úti á vinnumarkaði, þá hafa Faxaflóahafnir ákveðið að leggja þessar reglur til á íslensku, ensku og pólsku svo að sem flestur geti tileinkað sér öryggis- og umhverfisreglur fyrirtækisins.

 

Deila: